Höfuðátt

aðaláttirnar norður, suður, vestur og austur
(Endurbeint frá Höfuðáttir)

Höfuðátt er ein af aðaláttunum fjórum[1], norður, suður, vestur og austur, þær samsvara eftirfarandi gráðum á áttavita: norður 0°, austur: 90°, suður: 180°, vestur: 270°, hinar áttirnar sem eiga sér nafn eru milliáttirnar.

Áttaviti þar sem sýndar eru fjórar höfuðáttirnar auk milliátta

Milliáttir

breyta

Milliáttir eru áttaheiti, sem liggja á milli höfuðáttanna fjögurra. Í hefðbundinni siglingafræði er níutíu gráðu bilum milli höfuðáttana skipt hverju um sig í 8 jafna hluta með sjö milliáttum og verða þá 11,25° í hverjum hluta. Milliáttirnar heita nöfnum, sem dregin eru af heitum höfuðáttanna, svo sem hér greinir:

Frá norðri til austurs Frá austri til suðurs Frá suðri til vesturs Frá vestri til norðurs
norður (höfuðátt) austur (höfuðátt) suður (höfuðátt) vestur (höfuðátt)
norður að austri austur að suðri suður að vestri vestur að norðri
norðnorðaustur austsuðaustur suðsuðvestur vestnorðvestur
norðaustur að norðri suðaustur að austri suðvestur að suðri norðvestur að vestri
norðaustur suðaustur suðvestur norðvestur
norðaustur að austri suðaustur að suðri suðvestur að vestri norðvestur að norðri
austnorðaustur suðsuðaustur vestsuðvestur norðnorðvestur
austur að norðri suður að austri vestur að suðri norður að vestri

Neðanmálsgreinar

breyta