Hótel- og veitingaskólinn
Hótel- og veitingaskólinn var skóli þar sem íslenskir matreiðslumenn og þjónar lærðu fag sitt um árabil. Skólinn er nú hluti af Menntaskólanum í Kópavogi þar sem iðnnám í matvælagreinum er kennt í dag. Við MK er nú kennd bakaraiðn, framreiðsla, kjötiðn og matreiðsla.
Saga
breytaForveri Hótel- og vetingaskólans, Matsveina- og veitingaþjónaskólinn var stofnaður með lögum á Alþingi 1947[1] en er settur í fyrsta sinn 1. nóvember 1955. Árið 1971 voru gerðar breytingar á nafni og starfsemi skólans með lögum frá Alþingi og fékk hann þá nafnið Hótel- og veitingaskóli Íslands.[2] Skólinn var fyrst um sinn til húsa í Sjómannaskólanum og hafði aðstöðu á Hótel Esju um árabil frá 1971 en hann fékk eigið húsnæði í Verknámshúsi Menntaskólans í Kópavogi 1997 en að því hafði verið stefnt í meira en áratug að svo yrði.[3] Auk matreiðslu er þar kennd kjötiðn, bakaraiðn og framreiðsla.
Áður en Hótel- og veitingaskólinn hóf störf var matreiðsla helst kennd við húsmæðraskóla landsins.
Heimildir
breyta- ↑ „Lög 1000 um Matsveina- og veitingaþjónaskóla“ (PDF). Alþingi.
- ↑ „Lög um Hótel- og veitingaskóla Íslands“ (PDF).
- ↑ Björn Bjarnason. „Hótel- og matvælagreinar í MK“.