Hólmur

jörð við Hólmsá í Reykjavík

Hólmur er jörð í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Það var efsta býlið í Reykjavík. Það stendur við Hólmsá í jaðri Hólmshrauns, sunnan Suðurlandsvegar. Jörðin var árið 1234 orðin eign Viðeyjarklausturs. Í Jarðabókinni frá 1703 er sagt frá jörðinni Hraunstún sem hafi verið milli Hólms og Elliðavatns og að þar hafi verið kirkjustaður en Hrauntún farið í eyði og bærinn verið fluttur að Hólmi. Við fornleifaskráningu árið 1981 kom í ljós að kirkjugarður hefur verið skammt frá bæjarhúsum á Hólmi. Eftir siðaskiptin varð Hólmur konungseign. Í jarðabókinni frá 1703 segir að skógur sé aldeilis eyddur að Hólmi og lítið hrís sé þar. Hólmur var í ríkiseigu til ársins 1960 en var þá keypt af Reykjavíkurborg. Ekki er búskapur á Hólmi. Býlið Bakkakot byggðist úr landi Hólms árið 1950 sem og sumarhúsabyggð á bökkum Hólmsár og Suðurár. Á stríðsárunum voru braggahverfin Camp Aberdeen og birgðageymslan Geitháls Dump við Geitháls. Jarðarmörk Grafar og Hólms liggja um Almannadal.

Heimildir

breyta