Hobart

(Endurbeint frá Hóbart)

Hóbart (enska: Hobart, paluakaníska: Nipaluna) er höfuðborg ástralska eyfylkisins Tasmaníu. Hún stendur á bökkum ósa Derwentár á suðausturhluta eyjunnar.

Höfnin í Hóbart.

Í Hóbart búa u.þ.b. 222 þúsund manns (2016). Borgin var upphaflega stofnuð sem fanganýlenda árið 1803, en hún flutti síðar, eða árið 1804, þar sem borgin stendur núna og er þar með næstelsta borg Ástralíu. Vegna staðsetningar sinnar óx borgin mjög hratt í tengslum við siglingar til Suðurskautslandsins og vegna hvalveiða.

Í Hóbart eru ýmsar menntastofnanir, svo sem Tasmaníuháskóli, elsta spilavíti Ástralíu og einnig elsta leikhús landsins. Jörundur hundadagakonungur varði síðustu ævidögum sínum í Hobart og lést þar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.