Guttormur Bjarnason

Guttormur Bjarnason var íslenskur lögmaður á 14. öld. Ekkert er vitað með vissu um ætt hans, búsetu eða fjölskyldu þótt ýmsar tilgátur hafi komið fram.

Guttormur tók við lögmennsku á Alþingi 1307 af Snorra Markússyni og gegndi embættinu til 1318. Þá (eða líklega öllu heldur á þinginu 1319) sögðu þeir Guðmundur Sigurðsson lögmaður norðan og vestan báðir af sér. Þá hafði Magnús konungur, eða þeir sem stýrðu ríkinu í umboði hans, því konungur var barn að aldri (f. 1316), stefnt lögmönnum og öðrum helstu forsvarsmönnum Íslendinga utan, bæði vegna ágreiningsmála við Auðun rauða Hólabiskup og eins til að vinna þá til að fá landsmenn til að hylla Magnús sem konung. Það höfðu Íslendingar tregðast við að gera nema þeir fengju ákveðna úrlausn sinna mála.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Snorri Markússon
Lögmaður sunnan og austan
(13071318)
Eftirmaður:
Grímur Þorsteinsson