Gunnar hinn spaki Þorgrímsson

Gunnar Þorgrímsson hinn spaki (d. 1075) var íslenskur lögsögumaður á 11. öld, fyrst 1063-1065 og svo aftur 1075 eitt þing.

Sonur Gunnars, Úlfhéðinn, var lögsögumaður á 12. öld og einnig þrír sonarsynir hans, þeir Bergþór Hrafnsson, Gunnar Úlfhéðinsson og Hrafn Úlfhéðinsson. Ekki er vitað hvar þeir langfeðgar bjuggu en líkur hafa verið leiddar að því að þeir hafi verið norðlenskir, hugsanlega frá Víðimýri í Skagafirði. Afkomendur Gunnars bjuggu í Reykjadal í Þingeyjarsýslu.

Heimild

breyta
  • „Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 40. árg. 1927“.