Gunnar H. Baldursson, þekktur einnig sem Gunni Bald er íslenskur leykmyndahönnuður og brúðugerðarmaður. Gunnar byrjaði feril sinn á RÚV árið 1971, á ferili hans var hann þekktastur fyrir leikmyndir sínar í Spaugstofunni, en hann smíðaði þær frá 1989-2010. Fleri verk eftir Gunnar eru Fastir liðir eins og venjulega, Gettu betur og Hraðfréttir. Hann hefur einnig gert leykmyndir í kvikmyndunum Óðal feðranna, Hrafninn flýgur og Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum.[1]

Brúðugerð

breyta

Gunnar er einnig góður brúðugerðarmaður og skapaði brúðurnar Glám og Skrám, Pál Vilhjálmsson og Binna bankastjóra.

Tilvísanir

breyta
  1. „„Það sem ég lærði fyrst var að skríða". RÚV. 26. febrúar 2017. Sótt 18. september 2020.