Gullkrabbi (fræðiheiti: Lithodes aequispinus) (e. Golden king crab eða Bown king crab) er krabbi af ætt kóngakrabba. Það eru um 40 þekktar tegundir af kóngakröbbum í heiminum en þrjár af þeim finnast í norður kyrrahafinu og eru þær vinsælar nytjategundir þar á slóðum. Þetta eru rauður kóngakrabbi, blár kóngakrabbi og gullkrabbi.

Gullkrabbi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Innættbálkur: Anomura
Yfirætt: Lithodoidea
Ætt: Kóngakrabbar (Lithodidae)
Samouelle, 1819
Ættkvísl: Lithodes
Tegund:
L. aequispinus

Útlit

breyta

Gullkrabbinn er bæði minnstur af þessum þremur kröbbum og ljósastur að lit. Hann getur orðið allt að 3,6 kg að þyngd og 22 cm að breidd. Kvendýrin eru smærri eða um 2 kg og 11 – 14 cm að breidd. Gullkrabbinn er með ljós gyllta skel, alsettur göddum og hefur fimm pör leggja. Þessi tegund getur orðið allt að 30 – 40 ára gömul.

Útbreyðsla

breyta

Búsvæði gullkrabbans er á norðvestur Kyrrahafssvæðinu frá Bresku Kólumbíu, í Beringshafi við Aleuteyjar og á Norðaustur-Kyrrahafsvæðinu að Japanshafi[1]. Þeir eru á landgrunnshallanum á 200 – 400 metra dýpi og kjósa að vera innan um rif og mjúka kórala.[2] Kjör sumarhitinn er 1,5 -2°C.[3]. Gullkrabbi lifir dýpra í sjónum en rauðu og bláu kóngakrabbarnir.

Hrigning

breyta

Hrygningartími gullkrabbans er frá júlí og fram í október og hrygnir kvendýrið frá 10 – 30 þúsund eggjum og eru egg þeirra stærst af eggjum kóngakrabba. Á hrygningartímabilinu eru dýrin á grynnra vatni. Kvendýrið hefur hamskipti áður en hún hrygnir. Skelin þarf að vera mjúk svo hún geti hryngt. Um leið og hún hefur sleppt hrognunum hefst mökunarferlið hjá krabbanum að nýju. Eftir að þeir hafa lokið því fara þeir beint á fæðuslóðir sem er á meira dýpi. Á því búsvæði skipta krabbarnir sér upp, þar sem kynin eru nánast alveg aðskilin. Eftir að lirfurnar klekjast út eru þær sviflægar og nærast á plöntu og dýrasvifi. Krabbinn verður kynþroska fjögurra til fimm ára, þá fer hann á meira dýpi á fæðuslóðir til hinna fullorðnu.

Fæða

breyta

Fæða þeirra þar er mjög fjölbreytt og éta þeir nánast allt sem fyrir þeim verður. Það er þess vegna sem krabbinn er sagður algjör skaðvaldur á annað lífríki á sjávarbotninum. Þeir éta orma, skeljar, snigla, krossfiska, ígulker, önnur krabbadýr, fiska,þörunga og fleira.[4]

Helstu veiðarfæri og veiðiaðferðir

breyta

Krabbar eru veiddir í gildrur sem eru mismunandi stórar eftir bátastærð. Stærstu bátarnir eru með stórar og þungar gildrur sem eru kassalaga með beitu inni sem krabbinn klifrar uppá og inn, smærri bátar eru með þríhyrndar gildrur sem eru minni með beitu inni.

Veiðitímabilið á krabbaveiðunum við Alaska er breytilegt, yfirleitt frá október til janúar. Á síðasta áratug var tímabilið skorið niður út af ofveiði niður í allt að fimm daga. Síðustu ár hefur tímabilið verið tvær vikur til fjórar vikur.[5]

Rússland er eina ríkið sem er með allar veiðar á Gullkrabbanum. Heimsaflinn hefur verið um þrjú þúsund tonn síðustu ár.

Krabbasjómennska er hættulegasta starf í Bandaríkjunum og eru 80 sinnum meiri líkur á því að deyja í því starfi en öðrum störfum eða 141,7 af hverjum 100 þúsund sem látast. Trúlega er stjórnkerfinu um að kenna þar sem gefið er út frjálst veiðileyfi fyrir alla. Það er mikil samkeppni um að ná kvótanum og allt lagt undir, sama hvernig viðrar.[6] Búið er að skipta kvótanum á milli útgerða eftir veiðireynslu þannig að í framtíðinni mun veiðitímabilið lengjast og verðmætið aukast

Krabbavinnsla

breyta

Krabbinn er bæði seldur lifandi og svo eru krabbaklærnar seldar soðnar. Vinnsla á krabbaklóm er þannig að krabbinn kemur lifandi að landi í lestum krabbabátanna. Sjónum er dælt úr lestinni og krabbanum er landað beint inn í verksmiðju þar sem klærnar eru rifnar af í einni kippu. Löppunum er raðað í ryðfrían stálkassa og svo eru klærnar soðnar í saltvatni og kældar á eftir. Klærnar fara í járnkössunum ofan í pækilfrysti, þar sem klærnar frjósa niður í -23°C ofan í vökvanum. Að því loknu er klónum pakkað í neytendapakkningar.[7]

Gullkrabbinn er með lægstu % af kjöti inni í skelinni af kóngakröbbunum sem veiddir eru við Alaska. Þeir bragðast mjög svipað og rauði og blái kóngakrabbinn en eru eylítið sætari.[8]

Markaðir

breyta

Markaðir eru aðallega í Bandaríkjunum og Japan fyrir lifandi krabba en allur heimurinn fyrir klær. Verð fyrir klærnar er um 14,75$ á pundið eða um 30$ á kg.

Niðurstaða og lokaorð

breyta

Heimildir um þennan krabba eru litlar á ensku og íslensku. Gögn frá FAO sýna að krabbinn er einungis veiddur af Rússum. Þannig að það skýrir margt varðandi heimildaleysið. Magnið er líka ekkert rosalegt miðað við veiðarnar hjá Bandaríkjamönnum á rauða og bláa kóngakrabbanum. Það finnast ekki upplýsingar hvernig hægt er að fá veiðileyfi við austur Rússland. Því er ekki hægt að mæla með veiðum að svo stöddu þó svo að verðið sé ágætt fyrir krabbann þá er ekki mikið af honum og hann trúlega aukaafli.

Tilvísanir

breyta
  1. Alaska Department of Fish and Game. (e.d.). ADFG. (e.d.). Golden King Crab (Lithodes aequispinus) Species Profile. Sótt 9. mars af http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=goldenkingcrab.main
  2. Alaska fisheries Science Center (AFSC). (1982). Information on the Distribution and Biology of the Golden (Brown) King Crab in the Bering Sea and Aleutian Islands Area. Sótt 9. mars af http://www.afsc.noaa.gov/Publications/ProcRpt/PR1982-02.pdf
  3. Alaska fisheries Science Center (AFSC). (e.d.). Education and Outreach. Sótt 9. mars af http://www.afsc.noaa.gov/Education/oceanlife/crabs/golden_crab.htm
  4. ADFG. (e.d.). Golden King Crab (Lithodes aequispinus) Species Profile. Sótt 9. mars af http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=goldenkingcrab.main
  5. ADFG. (e.d.). Golden King Crab (Lithodes aequispinus) Species Profile. Sótt 9. mars af http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=goldenkingcrab.main
  6. Howstuffworks. (e.d). Why was Alaskan fishing named the most dangerous job in the world?. Sótt 12. mars af http://adventure.howstuffworks.com/outdoor-activities/fishing/fish-conservation/responsible-fishing/alaska-fishing.htm
  7. Fish Ex. (e.d.) King crab processing tour. Sótt 12. mars af http://www.fishex.com/galleries/st-paul-kc-processing/st-paul-kc-processing-01.html Geymt 8 júní 2013 í Wayback Machine
  8. ADFG. (e.d.). Golden King Crab (Lithodes aequispinus) Species Profile. Sótt 9. mars af http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=goldenkingcrab.main