Gullhúðun
Gullhúðun er aðferð til að þekja yfirborð á öðrum málmi (oftast úr kopar eða silfri) með þunnu lagi af gulli með málmhúðun. Þetta er gert með ýmsum kemískum og vélrænum aðferðum eða rafhúðun, ýmist til skrauts eða til að verja undirlagið fyrir tæringu og skaðlegri geislun. Gullhúðun er einkum notuð í gullsmíði, rafeindatækni og geimverkfræði.
Orðið er notað í yfirfærðri merkingu í verkefnisstjórn um að bæta við verkþáttum sem verkkaupi hefur ekki beðið um; og í Evrópurétti um innleiðingu Evrópulöggjafar í lög aðildarlanda með þeim hætti að hún verður víðtækari og meira íþyngjandi en efni stóðu til.