Gullfoss er íslenskur bjór framleiddur af Bruggsmiðjunni á Árskógsströnd fyrir Brugghús Reykjavíkur.

Gullfoss er ljós og tær lagerbjór, kryddaður með tékkneskum saaz- og þýskum perle-humlum. Hann var hannaður af danska bruggmeistaranum Anders Kissmeyer, stofnanda Nørrebro Bryghus í Kaupmannahöfn, en framleiddur af Bruggsmiðjunni sem hefur einkum fengist við að framleiða pilsnera að tékkneskri fyrirmynd.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.