Guðbjörg ÍS-46

(Endurbeint frá Guggan)

Guðbjörg ÍS-46, betur þekkt sem Guggan, var íslenskur frystitogari sem var þekkt fyrir gulan lit og oft kallað flaggskip íslenska fiskveiðiflotans.[1][2] Þegar skipið var tekið í notkun þá var það stærsta og fullkomnasta fiskiskip landsins.[3][4] Örlög skipsins og innihaldslaus loforð í kjölfar sölu þess eru oft notuð sem dæmi um þær afleiðingar sem íslenska kvótakerfið hafði á landsbyggðina þar sem skip og kvótar voru keypt og flutt annað sem leiddi til efnahagskreppu sveitarfélaganna sem þau áður tilheyrðu.[5][6][7][8]

Guðbjörgin var byggð í Flekkefjord í Noregi og afhend Hrönn ehf. á Ísafirði árið 1994 en skipið kom í stað eldri togara með sama nafni. Í janúar 1997 seldi Hrönn fyrirtækið og Guðbjörgina til Samherja á Akureyri.[9] Þrátt fyrir loforð forstjóra Samherja, Þorsteins Má Baldvinssonar um að "Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði",[10][11][12][13] landaði skipið aldrei aftur á Ísafirði.[14] Tilvitnunin hefur síðar orðið að ímynd innantómra loforða á Íslandi.[12][6][15]

Í febrúar 1999 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union í Þýskaland, fyrirtækis sem var 99% í eigu Samherja, og endurnefnt Hannover NC-100.[1]

Í ágúst 2022 eignaðist Samherji skipið aftur og endurnefndi sem Snæfell EA.[16]

Togarinn Þorbjörg og örlög hans í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin byggir á Guðbjörginni.[15][17][12]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Páll Ásgeir Ásgeirsson (1. mars 1999). „Flaggskipið selt“. Frjáls Verslun. bls. 50–52. Sótt 18. febrúar 2022.
  2. „Guggan seld til Cuxhaven“. Dagur. 12. febrúar 1999. bls. 4. Sótt 18. febrúar 2022.
  3. Pétur Gunnarsson (24. september 1994). „Ný Guðbjörg ÍS afhent í Flekkefjord“. Morgunblaðið. bls. 6. Sótt 17. febrúar 2022.
  4. „Nýja Guðbjörgin kemur til hafnar“. RÚV. 19. október 2022. Sótt 20. október 2022 – gegnum Facebook.com.
  5. Ingi Freyr Vilhjálmsson (17. desember 2013). „Guðbjarti sagt upp hjá Samherja“. Dagblaðið Vísir. bls. 4. Sótt 18. febrúar 2022.
  6. 6,0 6,1 Reynir Traustason (16. október 2003). „Guggan verður áfram gul“. Fréttablaðið. bls. 16–17. Sótt 18. febrúar 2022.
  7. „Svikin loforð og sviðin jörð í byggðum“. Dagblaðið Vísir. 19. janúar 2004. bls. 9. Sótt 18. febrúar 2022.
  8. „Stórfyrirtæki stjórna örlögum þorpanna“. Fréttablaðið. 5. júní 2003. bls. 10. Sótt 18. febrúar 2022.
  9. „Guðbjörgin breyttist í gull og sjö hluthafar fá um tvo milljarða“. Dagblaðið Vísir. 10. janúar 1997. bls. 4. Sótt 17. febrúar 2022.
  10. „Þorsteinn Már Baldvinsson gerði meira en að ganga á bak orða sinna, hann vanefndi skriflega yfirlýsingu sína“. Eyjan. Dagblaðið Vísir. 29. júní 2018. Sótt 17. febrúar 2022.
  11. „Guðbjörg ÍS seld frá Ísafirði til Þýskalands“. Morgunblaðið. 17. júní 1999. bls. 6B. Sótt 18. febrúar 2022.
  12. 12,0 12,1 12,2 Ingi Freyr Vilhjálmsson (15. febrúar 2022). „Þorsteinn Már kannast ekki við orð og aðstæður sem eru teknar nánast beint upp úr raunveruleikanum“. Stundin. Sótt 18. febrúar 2022.
  13. „Ísfirðingar á valdi tilfinningana“. Bæjarins besta. 15. janúar 1997. bls. 6–7. Sótt 18. febrúar 2022.
  14. Gunnar Smári Egilsson (18. nóvember 2019). „Samherji er skaðræði – 5. hluti: Ísfirðingar sviknir fyrir ódýran kvóta“. Miðjan. Sótt 18. febrúar 2022.
  15. 15,0 15,1 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (17. febrúar 2022). „Vill fá Guggugulan sem hvarf á Akureyri aftur heim til Ísafjarðar“. Vísir.is. Sótt 17. febrúar 2022.
  16. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (16. ágúst 2022). „Guggan komin heim en er ekki lengur gul“. Vísir.is. Sótt 16. ágúst 2022.
  17. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir (14. febrúar 2022). „Fyrirmynd Þorbjargarinnar í Verbúðinni og kaup Samherja: "Guðbjörgin verður áfram gul". Mannlíf. Sótt 17. febrúar 2022.