Kirkja
(Endurbeint frá Guðshús)
Kirkja eða guðshús er samkomustaður kristinna manna fyrir trúarlegar athafnir. Orðið kirkja er einnig haft um stofnunina sem slíka og þá oftast með ákveðnum greini: kirkjan, kirkjunnar menn. Útkirkja (annexía) kallast kirkja á jörð án prestseturs.
Söfnuðir og kirkjudeildir eru oftar en ekki kenndar við kirkju eins og t.d. rómversk-kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan.