Grimmhildur Grámann
Grimmhildur Grámann (enska: Cruella de Vil eða Cruella De Vil) er sögupersóna sem rithöfundurinn Dodie Smith skapaði fyrst árið 1956 í bók sinni The Hundred and One Dalmatians og hefur síðan orðið þekkt sem teiknimynda- og kvikmyndapersóna.
Grimmhildur er fín og rík frú sem er bæði frek, stjórnsöm og gráðug. Hún stelur Dalmatíuhundum af því að hana langar í hvolpaskinnskápu með hettu. Í bókinni á hún eiginmann sem er loðskinnakaupmaður og sér henni fyrir pelsum en hann er ekki með í teiknimyndinni Hundalíf, sem Disney gerði árið 1961 og heldur ekki í kvikmyndunum. Kvikmyndin 101 dalmatíuhundur var gerð árið 1996 með Glenn Close í hlutverki Grimmhildar og framhald hennar, 102 dalmatíuhundar, var gerð árið 2000.