Grettisbæli
Grettisbæli er 426 m hátt móbergsfjall, er gengur suðaustur úr Fagraskógarfjalli (684 m). Efst í fjallinu eru skörðóttir móbergstindar er standa upp úr annars snarbröttum skriðunum. Í Grettis sögu segir að Grettir Ásmundarson hafi haft aðsetur í hellisskúta í fjallinu í þrú ár, enda hafi fjallið verið mjög svo ákjósanlegt vígi til varna frá náttúrunnar hendi. Aðrar heimildir segja hann hafa dvalist þar nokkuð skemur, eða í um eitt ár. Mun Grettir hafa gengið svo frá hellismuna að lítið bæri þar á mannaferðum og síðan herjað á nágrannabyggðir um vistir og viðurværi.
Grettisbæli | |
---|---|
Hæð | 426 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Borgarbyggð |
Hnit | 64°46′25″N 22°08′12″V / 64.773493°N 22.136752°V |
breyta upplýsingum |
Heimildir
breyta- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.