Gregoríus 13.
(Endurbeint frá Gregoríus páfi 13)
Gregoríus 13. páfi (7. janúar 1502 – 10. apríl 1585) hét upphaflega Ugo Boncompagni og var páfi kaþólsku kirkjunnar frá 13. maí 1572 til dauðadags árið 1585.
Hann er þekktastur fyrir að hafa mælt fyrir um gerð gregoríska tímatalsins sem við hann er kennt og er enn í dag grundvöllur tímatals í fjölmörgum löndum heims, sérstaklega á vesturlöndum og þar á meðal Íslandi.
Á árum sínum á páfastóli lagði Gregoríus rækt við menningarsamskipti sem tengdust embætti hans sem páfa. Hann sendi marga háttsetta klerka og embættismenn til Asíu, fyrst og fremst Japans og Filippseyja.