Green Globe 21
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: vantar heimildir, skrifað eins og auglýsing - sérstaklega íslandskaflinn, vantar alla tengla |
Green Globe 21 eru alþjóðleg samtök sem votta sjálfbær ferðaþjónustufyrirtæki um heim allan. Green Globe 21 samtökin eru sprottin út frá Staðardagskrá 21 sem samþykkt var á Ríó ráðstefnunni 1992. Það má síðan segja að Green Globe hafi verið stofnað árið 1994 með stuðningi Alþjóðamálaráðsins og Alþjóða ferðamálasamtakanna. Green Globe samtökin hafa staðla til þess að geta vottað um 30 mismunandi greinar ferðaþjónustunnar: Þar að auki votta samtökin samfélög og einstaka áfangastaði ferðamanna.
Um Green Globe
breytahægt er að rekja hugmyndir um Green Globe samtökin til ársins 1992 þegar um 182 þjóðir samþykktu svokallaða Staðardagskrá á ráðstefnu í Ríó. Ástæða ráðstefnunnar var sú að beina sjónum að umhverfi og þróun þar sem ríki heims skuldbundu sig til að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við stefnumótun. Staðardagskrá 21 er áætlun sem öllum sveitastjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Ríó ráðstefnunnar. Hér er um að ræða áætlun um þau verk sem vinna þar í hverju samfélagi um sig til þess að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun. Það má segja að Staðardagskrá 21 sé fyrst og fremst velferðaráætlun. Á undanförnum árum hafa mörg sveitafélög á Íslandi unnið að úrbótum í umhverfismálum með vinnu að Staðardagskrá 21. Green Globe byggir á Staðardagskrá 21 en er ólík henni meðal annars vegna þess að um er að ræða óháða umhverfisvottun þriðja aðila. Þetta veitir sveitafélögunum aðhald þar sem árangur er reglulega mældur og tekin út. Staðlarnir eru byggðir á Staðardagskrá 21 og og taka mið af viðkomandi landi.
Green Globe á Íslandi
breytaHaustið 2002 var haldinn kynningarfundur með sveitastjórnum sveitafélaganna þriggja á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar þar sem sú hugmynd var lögð fram að sveitafélögin tækju sig saman og ynnu að umhverfisvottun. Um var að ræða vottun frá hinum alþjóðlegu vottunarsamtökum Green Globe 21 sem votta meðal annars sjálfbæra ferðaþjónustu um allan heim. Hins vegar vottar Green Globe 21 ekki einungis sjálfbæra ferðaþjónustu heldur votta samtökin einnig samfélög. Sveitastjórunum leist vel á hugmyndina og töldu þeir að með þessu þá myndu sveitafélögin á Snæfellsnesi skapa sér sérstöðu sem vistvænt samfélag. Að lokum var jafnframt ákveðið að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull kæmi einnig að verkefninu sem fullgildur aðili. Til að byrja með var gengið til samninga við Green Globe Accreditation (GGA), sem sér um vottunarmál fyrir Green Globe 21 í Evrópu. Auk fulltrúa frá GGA voru fengnir þrír innlendir ráðgjafar til að koma að verkefninu, en það voru þau Guðrún og Gunnlaugur Bergmann frá Leiðarljósi ehf. og Stefán Gíslason frá Umís ehf. Þessum samningi á milli GGA og sveitafélaganna var hins vegar rift vegna þess að heimsforstjóri Green Globe 21 taldi að Snæfellsnesið væri sérstætt verkefni þar sem að um væri að ræða fyrstu vottun sveitafélaga á norðurhveli jarðar. Því var lagt til að verkefnið yrði alfarið fært í hendur innlendra ráðgjafa. Aðalskrifstofa Green Globe 21 í Canberra í Ástralíu hefur valið vinnu Snæfellsness að vottun sem sjálfbært samfélag, sem sérstakt frumherjaverkefni á heimsvísu. Snæfellsnesi er ætlað að verða fyrirmynd að því hvernig önnur sveitarfélög á Íslandi og annars staðar á norðurhveli jarðar geta unnið að sjálfbærri þróun á sínum svæðum. Verkefnið er því afar mikilvægt og getur mögulega haft mikil áhrif á framtíðarþróun sveitarfélaganna [1]Til að hægt sé að votta samfélag samkvæmt Green Globe 21 staðlinum þarf verkefnið að vera undir forystu stjórnvalds. Í tilfelli Snæfellsness er slíkt stjórnvald Framkvæmdarráð Snæfellsness. Framkvæmdarráðið var formlega stofnað í febrúar árið 2004 og er því ætlað að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið af sveitafélögunum í tenglsum við vottunarferli Green Globe. Í samræmi við staðla Green Globe hafa sveitafélögin á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull komið sér saman um stefnu um sjálfbæra þróun á svæðinu. Þessi sameiginlega stefna sveitafélaganna tekur tillit til náttúru, umhverfis, efnahagslegra, félags- og menningarlegra þátta og gildir til ársins 2015. Þeim viðmiðum Green Globe sem þarf að mæta árlega var mætt í annað sinn á árinu 2006 og teljast þau vera annað þrepið í vottunarferlinu en það þriðja er vottunin sjálf. Í apríl 2008 komu svo fulltrúar á vegum Green Globe samtakanna til að gera úttekt á stofnunum sveitafélaganna á Snæfellsnesi og Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Kjartan Bollason frá Háskólanum á Hólum stýrði úttektinni ásamt Stan Rogers frá Ástralíu. Samkvæmt bráðabirgða niðurstöðum þeirra Kjartans og Stans þá mæltu þeir með því við Green Globe að sveitafélögin fimm og þjóðgarðurinn fengju þriggja mánaða vottun síðasliðið sumar. Að þeim tíma liðnum yrðu ákveðin atriði að vera komin í lag því annars yrði vottunin dregin til baka. Það var síðan síðla sumars 2008 sem að Snæfellsnesið öðlaðist fullnaðarvottun Green Globe og er því fyrsta samfélagið á norður- hveli jarðar sem öðlast þessa vottun.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Green Globe“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. febrúar 2009.
- Sjalfbært Snæfellsnes
- Guðrún Bergmann, Guðlaugur Bergmann og Stefán Gíslason. „Stefna í sjálbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála Snæfellsness til ársins 2015“. [[{{{titill}}}]]. Umhverfisstofnun, : . .
- ↑ Guðrún Bergmann, Guðlaugur Bergmann og Stefán Gíslason. „Stefna í sjálbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála Snæfellsness til ársins 2015“. [[{{{titill}}}]]. Umhverfisstofnun, : . .