Grófin
Grófin var kriki sem gekk inn í sandfjöru sem spannaði frá ósi Lækjarins, fyrir neðan Arnarhól og vestur fyrir, þar sem nú er húsið Vesturgata 4. Svæðið hvarf síðar undir hafnaruppfyllingu, og svo var tekið að byggja þar, en það er þetta svæði sem í daglegu tali nefnist Grófin. [1]