Sorbus groenlandica, þekktur sem Grænlandsreynir, er lauffellandi runni eða smávaxið tré frá suðvestur-Grænlandi.

Grænlandsreynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Tegund:
S. groenlandica

Tvínefni
Sorbus groenlandica
Löve&Löve.
Samheiti

Sorbus decora (Sarg.)ssp. groenlandica Schneid.[1]

Lýsing breyta

Hann verður 3 - 5m. hár runni eða tré. Blöðin fjaðurskipt 10 - 20 sm löng. blómin hvít í 6 - 10 sm breiðum hálfsveip. Berin rauð, súr reyniber, um 10mm. Auðgreinanlegur frá íslenskum reyni (S. aucuparia) á að vetrarbrum eru klístruð og að ungir sprotar og greinar eru slétt eða nær alveg slétt.[2] Grænlandsreynir er nauðalíkur hinum náskylda Skrautreyni (Sorbus decora)sem hann hefur reyndar lengi verið talinn undirtegund af.

Útbreiðsla breyta

Inn á milli víði og birkirunna, sjaldan á gróskumiklum heiðum. Hér og þar á suðvestur-Grænlandi.

Tilvísanir breyta

  1. Bøcker, T.W. (1978). Grønlands Flora. København: P. Haase&Søns forlag.
  2. Bøcker, T.W. (1978). Grønlands Flora. København: P. Haase&Søns forlag.

Ytri tenglar breyta

Finn Johannesen: Grønlands Flora Online

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.