Grálúða
Grálúða (fræðiheiti Reinhardtius hippoglossoides) er flatfiskur af flyðruætt. Grálúða hrygnir seinni hluta vetrar á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands. Eftir hrygningu heldur hluti stofnsins norður og austur fyrir Ísland í ætisleit. Grálúðan lifir aðallega á smáfiski og krabbadýrum og finnst oft á 350-1.600 m dýpi í köldum sjó.
Grálúða | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Grálúða
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Reinhardtius hippoglossoides (Walbaum, 1792) |
Aðalveiðisvæði grálúðu eru hins vegar djúpt úti af Vestfjörðum. Grálúða er aðallega veidd með botnvörpu. Erfitt er að aldursgreina aflann en grálúða er yfirleitt 1-4 kg á þyngd.
Grálúða við Austur-Grænland, Ísland og Færeyjar er talin vera sami stofninn.
Heimild
breyta„Grálúða - Upplýsingaveita Sjávarútvegsráðuneytisins“. Sótt 8. ágúst 2006.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Grálúða.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Reinhardtius hippoglossoides.