Gorvík
Gorvík er grunn vík en dýpsta víkin í strandlengjunni sem kennd er við Blikastaðakró. Hún er á miðri strandlengjunni á milli eiðisins út í Geldinganes og enda strandlengjunnar. Í Gorvík erog þar er allstór þangfjara og þar má finna margar þörungategundir. Leirur eru áberandi í Gorvík og þar er mikið um skeljar svo sem hjartaskel og kúfskel og burstaorma eins og sandmaðk og risaskera. Dýralíf er auðugt og þá sérstaklega fuglalíf og er mikið um æðarfugl, máfa og vaðfugla. Margæsir er þar í stórum hópum á fartíma og algengt er að selir liggi þar á skerjum.
Nafnið Gorvík er talið merkja for eða leðja eða sandur.