Gnóttstaða
Gnóttstaða í viðskiptum vísar til þess að einhver aðili eigi ákveðið magn verðbréfa, t.d. hlutabréf ákveðins fyrirtækis eða gjaldeyri. Aðili sem er í gnóttstöðu hefur trú á því að verðmæti verðbréfanna hækki í framtíðinni.
Gnóttstaða er andstæðan við skortstöðu.