Gluggastjóri
Gluggastjóri er hugbúnaður sem stýrir staðsetningu, útliti og hegðun glugga í gluggakerfi í myndrænu viðmóti. Flestir gluggastjórar eru skrifaðir fyrir tiltekið skjáborðsumhverfi. Þeir bera ábyrgð á því hvernig gluggarnir raðast á skjáinn, sjá um að stækka, minnka og færa glugga til á skjánum og teikna ramma og gluggastiku kringum gluggana. Ýmsir nútímagluggastjórar breyta gluggum fyrst í skyndiminni og breyta síðan bæði þeim og umhverfi þeirra áður en þeir birtast á skjánum. Með þessu móti er hægt að setja skugga undir glugga, fletta gluggum í þrívídd o.s.frv.