Gloria Marie Steinem (/ˈstaɪnəm/; fædd 25. mars 1934) er bandarískur femínisti, blaðamaður og pólitískur aktívisti. Hún varð landsþekkt um Bandaríkin sem femínisti á 7. og 8. áratugunum[1][2][3].

Gloria Steinem
Steinem árið 2016
Fædd
Gloria Marie Steinem

25. mars 1934 (1934-03-25) (90 ára)
MakiDavid Bale (g. 2000; d. 2003)
Undirskrift

Hún vann lengi sem dálkahöfundur hjá New York Magazine og síðar stofnaði hún tímaritið Ms. ásamt öðrum femínistum[3].

Árið 2005, stofnaði hún ásamt Jane Fonda og Robin Morgan, Women's Media Center, samtök sem vinna í því að gera konur sýnilegar og valdameiri í miðlum[4].

Frá maí 2018 hefur Steinem ferðast um heiminn sem viðburðaskipuleggjandi og fyrirlesari, ásamt því að vera talsmaður jafnréttismála í fjölmiðlum[5].

Æviágrip breyta

Steinem fæddist 25. mars 1934 í Toledo, Ohio.[1]

Árið 1963, þegar hún var að skrifa grein fyrir tímaritið Show, þá vann hún sem Playboy kanína í Playboy klúbbnum í New York[6]. Greinin birtist síðar árið 1963, "Saga kanínunar", greinin snérist um hvernig komið var fram við konur á þessum klúbbum[7]. Steinem er stolt af vinnu sinni sem sýndi fram á óréttlátu vinnuaðstæður kvennanna, ásamt kynferðislegu kröfunum sem þær þurftu að uppfylla, sem var ekki löglegt[8]. Eftir útgáfu greinarinnar fékk hún ekki vinnu sem blaðamaður, í hennar eigin orðum, þá var hún orðin kanína - og það skipti ekki máli[8][9]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „Gloria Steinem“. HistoryNet (bandarísk enska). Sótt 11. mars 2020.
  2. Library, C. N. N. „Gloria Steinem Fast Facts“. CNN. Sótt 11. mars 2020.
  3. 3,0 3,1 „Gloria Steinem | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 11. mars 2020.
  4. „New Season of "Women's Media Center Live with Robin Morgan". www.feminist.com. Sótt 11. mars 2020.
  5. „About — Gloria Steinem“. web.archive.org. 27. mars 2018. Afritað af uppruna á 27. mars 2018. Sótt 11. mars 2020.
  6. Kolhatkar, Sheelah (nóvember 2009). „Gloria Steinem“. The New York Observer. Sótt mars 2020.
  7. Steinem, Gloria (1963). A Bunny's Tale. Show.
  8. 8,0 8,1 Steinem, Gloria. I Was a Playboy Bunny.
  9. „For feminist Gloria Steinem, the fight continues“. MPR News. Sótt 11. mars 2020.