Glitnir (norræn goðafræði)
Glitnir er í norrænni goðafræði hinn silfri þakti bústaður ássins Forseta. Glitnir þýðir í raun „hinn glansandi“, því auk þess að vera þakinn silfri er bústaðurinn sagður borinn uppi af súlum, veggjum og bitum úr gulli.
Svo segir í Grímnismálum:
- Glitnir er inn tíundi,
- hann er gulli studdr
- ok silfri þakðr it sama;
- en þar Forseti
- byggir flestan dag
- ok svæfer allar sakir.
Glitnir kemur einnig fyrir sem hestsheiti í þulum.