Georgía Olga Kristiansen

Georgía Olga Kristiansen (f. 3. janúar 1979) er íslenskur körfuknattleiksdómari og fyrrverandi leikmaður. Hún varð fyrsti kvennkyns dómarinn til að dæma í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik[1] og annar kvenkyns dómarinn til að dæma í Úrvalsdeild kvenna á eftir Indíönu Sólveigu Marquez.[2][3] Georgía og Indíana voru einnig fyrstu kvenkyns dómararnir til að dæma sama leik í efstu deild á Íslandi.[4][5][6]

Georgía Kristiansen
Upplýsingar
Fullt nafn Georgía Olga Kristiansen
Fæðingardagur 3. janúar 1979 (1979-01-03) (45 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Leikstaða Dómari
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1993–1998
1998–2000
2001–2006
KR
ÍS
KR
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
1994
1994–1996
Ísland U16
Ísland U18
2
9

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 12. október 2017.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
12. október 2017.

Fjölskylda

breyta

Georgía er langömmubarn Georgíu Björnsson, sem hún heitir eftir, og Sveins Björnssonar, fyrrum forseta Íslands.[7] Bróðir Georgíu er Davíð Tómas Tómasson, tónlistarmaður og körfuknattleiksdómari.[8] Þau urðu fyrstu systkinin til að dæma saman leik í efstu deild á Íslandi þegar þau dæmdi leik Grindavíkur og Vals í Úrvalsdeild karla 7. desember 2017.[9]

Heimildir

breyta
  1. Óskar Ófeigur Jónsson (12. október 2017). „Georgía verður í kvöld fyrsta konan sem dæmir í efstu deild karla“. Vísir.is. Sótt 12. október 2017.
  2. „Fyrsta konan sem dæmir í efstu deild karla“. Vísir.is. 9. október 2017. Sótt 12. október 2017.
  3. „Mér var bara hent út í djúpu laugina“. Fréttablaðið. 10. desember 2006. Sótt 12. október 2017.
  4. „Dómarar“. Morgunblaðið. 23. febrúar 2007. Sótt 12. október 2017.
  5. „Fyrsta kvenkyns dómaraparið dæmir í kvöld“. Vísir.is. 22. febrúar 2007. Sótt 12. október 2017.
  6. „Kannski leyndist einn strákur á vellinum“. Fréttablaðið. 24. febrúar 2007. Sótt 13. október 2017.
  7. Óskar Ófeigur Jónsson (13. október 2017). „Langömmubarn fyrstu forsetafrúar Íslands endurskrifaði íslenska körfuboltasögu í gær“. Vísir.is. Sótt 12. október 2017.
  8. „Georgía Olga Kristiansen ritar nafn sitt í sögubækurnar“. KR.is. 24. febrúar 2007. Sótt 13. október 2017.
  9. „Systkini dæmdu í fyrsta sinn saman í efstu deild í kvöld“. Vísir.is. 7. desember 2007. Sótt 8. desember 2017.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.