Maríuvendlingur

(Endurbeint frá Gentianella tenella)

Maríuvendlingur (fræðiheiti: Gentiana tenella) er einær jurt af maríuvandarætt.

Maríuvendlingur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Magnoliopsida (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Gentianales
Ætt: Maríuvandarætt (Gentianaceae)
Ættkvísl: Maríuvendir (Gentianella)
Tegund:
Maríuvendlingur (G. tenella)

Tvínefni
Gentianella tenella
L.

Lýsing

breyta

Stönglar maríuvendlings eru oftast greindir neðst, dökkir að lit. Krónublöð eru bláleit eða fjólublá og er krónan fjórdeild. Í hverju blómi eru 4 til 5 fræflar og ein fræva. Aldin maríuvendlings er sívalt með aflangt hýði sem klofnar að ofanverðu við þroska.

Blöðin eru gagnstæð, oddbaugótt og oft blámenguð. Jurtin nær 3 til 12 sentímetra hæð og vex gjarnan á grónum lækjar- og árfarvegum s.s. í innsveitum og á hálendum svæðum.

Tilvísanir

breyta
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.