Gemini-geimferðaáætlunin

(Endurbeint frá Gemini-áætlunin)

Gemini-geimferðaáætlunin var önnur mannaða geimferðaáætlun Geimferðastofnunar Bandaríkjanna. Tekin var ákvörðun um gerð verkefnisins þann 7. desember 1961[1] en tilkynnt var um það opinberlega þann 3. janúar 1962. Verkefnið stóð svo yfir til 1966[2] og samanstóð af tíu mönnuðum geimferðum auk tveggja ómannaðra.[3] Markmið verkefnisins voru þrenn:

  • Að framkvæma tveggja vikna dvöl í geimnum.
  • Að tengja saman geimför á sporbaug og stýra tengdum geimförunum.
  • Að fullkomna innkomu í lofthjúp jarðarinnar og lendingu á landi.[4]

Nafn verkefnisins Gemini vísar til stjörnumerkisins Tvíburanna. Þar er vísað til geimfaranna tveggja sem mönnuðu hverja ferð og stjarnanna Kastor og Pollux sem mynda Tvíburana.[1]

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,0 1,1 Project Gemini Geymt 26 júlí 2010 í Wayback Machine U.S. Centennial of Flight Commission (enska)
  2. NASA Exploration and Innovation Lead to New Discoveries Geymt 6 júlí 2011 í Wayback Machine NASA (enska)
  3. Project Gemini Geymt 4 júní 2011 í Wayback Machine NASA (enska)
  4. Project Gemini (enska) skoðað 30. maí 2011
   Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.