Gelendzhík
borg í Krasnodarfylki í Rússlandi
(Endurbeint frá Gelendzhik)
Gelendzhik (rússneska: Геленджи́к) er hafnarborg í Krasnodarfylki í Rússlandi. Borgin stendur við norðaustanvert Svartahaf. Íbúar eru um 55.000 (2010). Nafn borgarinnar er komið úr tyrknesku en Ottómanveldið var þar með verslun áður en Rússar náðu yfirráðum.
Í dag er borgin vinsæll sumarleyfisstaður. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var með bækistöðvar sínar í borginni fyrir Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Gelendzhik“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. júní 2018.