Gelendzhík

borg í Krasnodarfylki í Rússlandi

Gelendzhik (rússneska: Геленджи́к) er hafnarborg í Krasnodarfylki í Rússlandi. Borgin stendur við norðaustanvert Svartahaf. Íbúar eru um 55.000 (2010). Nafn borgarinnar er komið úr tyrknesku en Ottómanveldið var þar með verslun áður en Rússar náðu yfirráðum.

Gelendzhik.
Gelendzhik og Svartahaf.

Í dag er borgin vinsæll sumarleyfisstaður. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var með bækistöðvar sínar í borginni fyrir Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018.

Heimild

breyta