Geislavirkni

(Endurbeint frá Geislavirkt)

Geislavirkni er samheiti yfir ferli sem tengjast kjarnabreytingum, sem verða þegar óstöðugir frumeindakjarnar gefa frá sér jónandi geislun. Náttúruleg geislavirkni stafar af geislavirkum efnum sem finnast í náttúrunni. SI-mælieining geislavirkni er bekerel, táknuð með Bq, sem nefnd er eftir Henri Becquerel, sem fyrstur uppgötvaði hana. (Eldri mælieining fyrir geislavirkni, kúrí, táknuð með Ci, er nefnd í höfuðið á hjónunum Marie og Pierre Curie.)

Aðvörunartákn fyrir geislavirkni.

Til eru 3 tegundir af geislavirkni: Alfa, Beta og Gamma, nefnd eftir fyrstu þrem bókstöfunum í gríska stafrófinu. Öll eiga mismunandi orsök að baki.

Alfa (α) geislun. Alfa geislun verður þegar kjarni efnissins er óstöðugur vegna of ójafns hlutfalls nifteinda og róteinda og losar þá kjarninn af sér tvær róteindir og tvær nifteindir. Við þetta umbreytist efnið í annað efni og gefur frá sér He+2 kjarna. Alfa geislun er almennt ekki talin hættuleg mönnum eða umhverfi þar sem drægi þessarar geislunar er stutt og kemst til dæmis ekki í gegnum skinn manna. Annað mál er aftur á móti ef geislunin kemur innan frá þar sem líffærin okkar eru ekki varin. (_84^210)Po→ (_82^206)Pb+(_2^4)He^(+2)

Beta (β) geislun. Beta geislun verður þegar kjarninn hefur ójafnar nifteindir og róteindir. Undir vissum kringumstæðum getur nifteind breyst í róteind og öfugt, við þessa umbreytingu losnar plús eða mínushlaðin rafeind úr kjarnanum á mikilli ferð eftir því hvort róteind hafi umbreyst eða nifteind. Ef nifteind umbreytist í róteind gefur kjarninn frá sé minus hlaðna rafeind en plus hlaðna rafeind ef róteind umbreytist í nifteind. Við þetta ferli breytist fjöldi róteinda í kjarnanum sem þýðir að úr verður nýtt efni, þ.e. róteindafjöldi annaðhvort hækkar eða lækkar í kjarnanum. Við þetta ferli losnar sömuleiðis um orku í formi ljóseindar eða gamma (γ) geislun. Beta geislun getur verið hættuleg mönnum þar sem rafeindir ferðast á nánast ljóshraða og getur farið í gegnum húð manna og dýra en sökum lítils massa fer hún ekki djúpt. Þessi geislun getur þó valdið brunasárum í miklu mæli og getur skaðað augu og valdið krabbameinum ef um mikla geislun er að ræða. Sama gildir þó með inntöku geislavirks efnis sem gefur frá sér beta geislun eins og með alfa geislun, innvortis getur hún valdið miklum skaða. (_6^14)C→(_7^14)N +_(-1) e

Gamma (γ) geislun. Gamma geislun verður til þegar kjarni með mismun á milli róteinda og nifteinda er mjög orkumikill. Við þessar aðstæður reynir kjarninn að losa sig við umfram orku og við það losnar um ljóseind á mjög miklum hraða og hárri tíðni. Þetta getur einnig gerst samhliða beta geislun þar sem kjarninn er í raun að losa sig við umfram orku. Ljóseindin hefur engar nifteindir, róteindir eða rafeindir og hefur því engann massa. Þess vegan tapar kjarninn engöngu orku en breytist ekki að öðru leyti. Gamma geislun er mjög hættuleg þar sem ljóseindin fer í gegnum allt lífrænt efni með alvarlegum afleiðingum fyrir þann eða það sem fyrir henni verður.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.