Bekerel (franska Becquerel) er SI-mælieining fyrir geislavirkni, táknuð með Bq. Nefnd eftir frönskum eðlisfræðingi og nóbelsverðlaunahafa Henri Becquerel. Eitt bekerel er sú geislavirkni sem samsvarar einni kjarnabreytingu á hverri sekúndu og því gildir að 1 Bq = 1 s-1.