Kúrí
Kúrí (franska Curie) er gömul mælieining fyrir geislavirkni, táknuð með Ci. Er nefnd í höfuðið á Marie og Pierre Curie. Eitt kúri samsvarar u.þ.b. geislavirkni eins gramms af radíni-226, en nákvæm skilgreining er 3,7x1010 bekerel, þ.e. 1 Ci = 37 GBq. Kúrí er ekki SI-mælieining.