Geirfuglasker (Vestmannaeyjum)

(Endurbeint frá Geirfuglaskersviti)

Geirfuglasker er 43 m hátt sker suðvestur af Heimaey. Nafnið er dregið af gamalli geirfuglabyggð sem var í eynni og var skerið einn af þremur öruggum varpstöðum geirfuglsins við Ísland en hinir voru Geirfuglasker og Eldey út af Reykjanesi. Geirfuglabyggðin í skerinu var aleydd um aldamótin 1800.

Geirfuglasker

Gróður er ekki á allri eynni en skarfakál og fleiri jurtir er þó að finna þar. Fugladrit litar hamra eyjarinnar hvíta. Viti er á skerinu, reistur árið 1956. Vitahúsið er ferstrendur 3 metra hár turn úr stáli. Ljóseinkenni vitans er Fl W 15s (hvítt blikkljós á 15 sekúndna fresti). Skerið var áður syðsta eyjan í Vestmannaeyjum og syðsti punktur Íslands fram að Surtseyjargosinu.

„Freykja“ er gamalt heiti á Geirfuglaskeri sem hefur varðveist í heitinu „Freykjumið“.