Geir Björklund

(Endurbeint frá Geir Bjørklund)

Geir Björklund (f. 20. apríl 1969 í Mo i Rana) er norskur læknaritstjóri og blaðamaður[1]. Hann er meðlimur í Heimssamtökum læknaritstjóra (WAME).

Björklund er þekktastur sem talsmaður óhefðbundinna lyfja og kvikasilfurslausra tannlækninga. Margar af greinum hans um áhrif efnisins amalgam í tannlækningum hafa fengið umfjöllun í norskum dagblöðum. Björklund er stofnandi og fyrrverandi ritstjóri læknatímaritanna Tenner & Helse (tímarit tannverndar Noregs) og Nordisk Tidsskift for Biologisk Medisin[2]. Hann hefur jafnframt verið ráðgjafi fyrir Lýðheilsustofnun Noregs (Statens helsetilsyn)[3][4].

Tilvísanir

breyta
  1. „. Marquis Who's Who“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. maí 2012. Sótt 31. maí 2011.
  2. Christensen B. Ambisiøst og uklart om biologisk medisin. Tidsskr Nor Lægeforen 2001; 121:3096.
  3. Bruk av tannrestaureringsmaterialer i Norge. Rapport nr. IK-2652. Oslo: Statens helsetilsyn, 1998.
  4. The use of dental filling materials in Norway. Geymt 28 september 2011 í Wayback Machine Report No. IK-2675. Oslo: Norwegian Board of Health, 1999.

Tenglar

breyta