Geir Björklund
(Endurbeint frá Geir Bjørklund)
Geir Björklund (f. 20. apríl 1969 í Mo i Rana) er norskur læknaritstjóri og blaðamaður[1]. Hann er meðlimur í Heimssamtökum læknaritstjóra (WAME).
Björklund er þekktastur sem talsmaður óhefðbundinna lyfja og kvikasilfurslausra tannlækninga. Margar af greinum hans um áhrif efnisins amalgam í tannlækningum hafa fengið umfjöllun í norskum dagblöðum. Björklund er stofnandi og fyrrverandi ritstjóri læknatímaritanna Tenner & Helse (tímarit tannverndar Noregs) og Nordisk Tidsskift for Biologisk Medisin[2]. Hann hefur jafnframt verið ráðgjafi fyrir Lýðheilsustofnun Noregs (Statens helsetilsyn)[3][4].
Tilvísanir
breyta- ↑ „. Marquis Who's Who“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. maí 2012. Sótt 31. maí 2011.
- ↑ Christensen B. Ambisiøst og uklart om biologisk medisin. Tidsskr Nor Lægeforen 2001; 121:3096.
- ↑ Bruk av tannrestaureringsmaterialer i Norge. Rapport nr. IK-2652. Oslo: Statens helsetilsyn, 1998.
- ↑ The use of dental filling materials in Norway. Geymt 28 september 2011 í Wayback Machine Report No. IK-2675. Oslo: Norwegian Board of Health, 1999.
Tenglar
breyta- Sumir greinar eftir Geir Björklund
- Björklund Nutrition er fréttamiðill um næringu, heilsu og umhverfisvæn lyf. Fréttamiðillinn var stofnaður af Geir Björklund.