Gary Schwartz er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður og þjálfari.[1] Hann lék og þjálfaði tvö tímabil hjá Þór Akureyri í 1. deild karla.[2][3] Eftir veru sína á Íslandi hélt hann aftur heim til Bandaríkjanna þar sem hann þjálfaði háskólalið hjá University of North Dakota,[4] Montana State, Cal State-San Bernardino og Northern Colorado University.[5][6]

Gary Schwartz
Persónulegar upplýsingar
FæðingardagurSidney, Nebraska, Bandaríkin
Hæð191 cm (6 ft 3 in)
LeikstaðaBakvörður
Þjálfaraferill1979–1997
Liðsferill
Sem leikmaður:
1979–1981Þór Akureyri
Sem þjálfari:
1979–1981Þór Akureyri
1981–1982Colorado State (aðstoðarþj.)
1982–1984University of North Dakota
1984–1989Montana State
1989–1992Cal State San Bernardino
1992–1997Northern Colorado University

Áður en Schwartz kom til Íslands lék hann tvö ár með Nebraska Western Junior College og loks tvö ár með Briar Cliff College í Sioux City. Hann lék fimmta ár sitt í háskólaboltanum með Wilfred-Laurier College í Kanada. Eftir útskrift reyndi hann fyrir sér hjá Chicago Bulls en fékk ekki samning.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Coach sees revival in MSU women basketball“. The Montana Standard. 5. júní 1985. bls. 13. Sótt 27. nóvember 2024 – gegnum Newspapers.com. 
  2. „Spilum hraðan körfuknattleik“. Íslendingur. bls. 6, 7. Sótt 27. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is. 
  3. „Ávallt meðhöndlaðir sem dreifbýlismenn“. Vísir. Sótt 27. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is. 
  4. „Schwartz will coach UND women's team“. Grand Forks Herald. 8. júní 1982. bls. 2B. Sótt 27. nóvember 2024 – gegnum Newspapers.com. 
  5. Ryan Bakken (17. janúar 1989). „Schwartz short of players, but Montana St. still strong“. Grand Forks Herald. bls. 7B. Sótt 27. nóvember 2024 – gegnum Newspapers.com. 
  6. „Schwartz short of players, but Montana St. still strong“. Arizona Daily Sun. Association Press. 6. ágúst 1989. bls. 15. Sótt 27. nóvember 2024 – gegnum Newspapers.com. 

Heimildir

breyta