Gallblaðra er perulaga líffæri sem mörg spendýr hafa og geymir gall þangað til líkaminn þarf á því að halda. Lifrin myndar gall til að hjálpa til við meltingu á fæðu en stundum of mikið af því og þá geymist umframmagn þess í gallblöðrunni. Skeifugörnin sér síðan um að mynda hormón sem segja gallblöðrunni hvenær hún á að losa gall inn í meltingarkerfið. Sumar tegundir, s.s. hestar, rottur og hjartardýr hafa ekki gallblöðru heldur er jafnt seyti galls út í mjógirnið.

Skýringarmynd sem sýnir gallblöðru, lifur og bris.

Algengur sjúkdómur tengdur gallblöðrunni eru gallsteinar sem eru litlar saltagnir sem myndast í gallblöðrunni og sanka að sér kólestróli þangað til gallblaðran fer að bólgna út og veldur sársauka.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.