Gagnstæðistenging

Gagnstæðistenging er smáorðið og aðaltengingin en, sem Sigurður Guðmundsson skólameistari kallaði „gáfaðasta orð tungunnar“. [1] Hvort sínum megin við gagnstæðistenginguna er tíðum eitthvað sem stendur hvað gegn öðru. Gísli Jónsson, íslenskufræðingur, sagði að „gáfaðir menn, sem geta séð mál eða hlut frá fleiri en einni hlið, nota hana oft.“ Gagnstæðistengingin gerir mönnum kleift að setja dálítið spurningamerki við það sem sagt var á undan, eða mynda skörp skil milli þess sem fram var komið áður.

  • Dæmi:
Víma áfengis er ljúf, en drekki menn alltaf í botn, bíður manns gleymska og vanlíðan.
Hann sigraði hverja raun sem hann stóð frammi fyrir, en forðaðist samt öll átök í lífinu.
Við eigum enga von, en þeir eiga framtíðina fyrir sér.

Sigurður skólameistari notaði ljóðið Á glæsivöllum, eftir Grím Thomsen til að útskýra gagnstæðistenginguna. Í lokaerindi þess ljóðs, er en, sem allt ljóðið hverfis um.

Enska orðið while breyta

Gagnstæðistengingin á sér ekki augljósa skyldleikahliðstæður í samstofna málum, en merkingalegar hliðstæður (dönsku: men, latínu: sed, þýsku: aber, ensku while). En enska orðið while er oft misþýtt á íslensku sem (á) meðan, þegar þar ætti að standa en, því while er ekki síður aðaltenging en tíðartenging. Er þetta algeng villa.

  • Dæmi:
The Conservative party won sixteen seats, while the Liberal party won twenty.
?Íhaldsflokkurinn vann sextán sæti, á meðan Frjálslyndi flokkurinn vann tuttugu.
Réttar væri: Íhaldsflokkurinn fékk sextán sæti, en Frjálslyndi flokkurinn (fékk) tuttugu.

Tilvísanir breyta

   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.