Flúðir Nílar
(Endurbeint frá Fyrstu flúðirnar)
Flúðir Nílar eru sex staðir milli Asvan og Kartúm þar sem áin Níl grynnist og hindrar siglingar upp og niður eftir fljótinu. Áður fyrr voru þessar flúðir helstu hindranir á samgöngum eftir ánni. Flúðirnar eru númeraðar upp eftir ánni (frá norðri til suðurs). Fyrstu flúðirnar eru í Egyptalandi en hinar fimm eru í Súdan.
- Fyrstu flúðirnar eru við Asvan
- Aðrar flúðirnar voru í Núbíu og eru núna á kafi undir Nasservatni
- Þriðju flúðirnar eru við Tombos
- Fjórðu flúðirnar eru í Dar al-Manasir
- Fimmtu flúðirnar eru nálægt ármótum Nílar og Atbarafljóts við borgina Atbara
- Sjöttu flúðirnar eru við hina fornu borg Meróe nálægt Sjandi 150km norðaustan við Kartúm
Þessi landafræðigrein sem tengist Afríku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.