Frumherji hf. er fyrirtæki sem var stofnað þann 4. febrúar 1997 þegar ákveðið var að skipta upp starfsemi Bifreiðaskoðunar Íslands hf. Frumherji hf. er stærsta félag sinnar tegundar á Íslandi og hjá því starfa rúmlega 100 manns á um 30 stöðum á landinu öllu.

Árið 2001 keypti Frumherji tvær mælaprófunarstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar þjónustusamning fyrirtækjanna þar sem Frumherji tók að sér þjónustu við Orkuveituna á þessu sviði. Kaupverðið var 259 milljónir. [1] Árið 2007 keypti eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta allt hlutafé í Frumherja hf. og Frumorku ehf. [2] Í mars árið 2010 kom í ljós að Finnur hafði veðsett eignir Frumherja þannig að skuldir fyrirtækisins námu þá samtals 2,6 milljörðum króna.[3] Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, Veiturnar, keypti um 150 000 vatns- og rafmagnsmæla af Frumherja árið 2015.[4]

Hin ólíku svið Frumherja

breyta
  • Bifreiðaskoðunarsvið (ökutækjaskoðanir)
  • Löggildingasvið (löggilding mæla og voga)
  • Rafmagnssvið (rafskoðanir)
  • Matvælasvið (hreinlæti og aðbúnaður í sjávarútvegi)
  • Skipaskoðunarsvið (skoðanir á skipum og bátum)
  • Ökuprófasvið (framkvæmd ökuprófa á landinu öllu)

Dótturfélag Frumherja er Hreinsibílar ehf. sem starfar að hreinsunum og fóðrun skólplagna.

Tilvísanir

breyta
  1. Gengið að tæplega 1,2 miljarða króna tilboði Frumherja hf.; grein í Morgunblaðinu 2001
  2. Finnur Ingólfsson kaupir Frumherja; grein af Mbl.is 2007
  3. „Finnur Ingólfsson á kafi í skuldum; grein af DV.is 3. mars 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2010. Sótt 3. mars 2010.
  4. „Veiturnar eignast á ný mæla fyrir rafmagn og vatn“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 23. september 2015.

Tenglar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.