Amöbur
Amöbur [1] (eða Ömbur [2]) eru einfrumungar í fylkingu slímdýra af ríki frumdýra.
Þær eru meðal stærstu einfrumunga og líkt og önnur slímdýr hreyfa þær sig úr stað með því að teygja bungu eða totu á frumuhimnuna, sem þær fylla jafnskjótt af umfrymi og kallast þessi útskot skinfætur.
Þótt amöbur séu sér tegundir innan fylkingar slímdýra, þá eru slímdýr oft kölluð amöbur, jafnvel af fræðimönnum, sem getur valdið nokkrum ruglingi.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ et. amaba
- ↑ et. amba
- ↑ Orðið „Amöbur“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
Heimildir
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Amöbur.