Frode Estil

norskur gönguskíðagarpur

Frode Estil (fæddur 31. maí 1972) er norskur gönguskíðagarpur. Hans helsti kostur er að geta skipt hratt um göngustíl og er hraður á upphlaupum að marki.

Frode Estil

Á ÓL 2006 tók Frode þátt í 2x15 km eltigöngu, en það fór ekki betur en svo að hann féll í startinu og endaði aftastur í hópnum. Við fallið brotnaði annar stafurinn og annað skíðið svo hann þurfti að skipta. Við tók svo erfið gangan, að vinna sig upp fram að þeim sem fóru fyrir hópnum. Það lukkaðist, og þegar komið var inn á síðustu metrana vann Frode sig upp um 3 sæti í æsilegum eltingaleik við Rússann Jevgenij Dementiev, sem þó fór með sigur af hólmi.

Meistaratitlar

breyta
  • HM 2001: gull í 4 x 10 km boðgöngu, silfur í 30 km klassískum stíl
  • ÓL 2002: deildt gull í 2x15 km eltigöngu (ásamt Thomas Alsgaard), gull í boðgöngunni, silfur í 15 km klassískum stíl
  • HM 2003: gull í 4 x 10 km boðgöngu, brons í 15 km og 30 km klassískum stíl
  • HM 2005: gull í 50 km klassískum stíl, gull í boðgöngu, brons í 2x15 km eltigöngu
  • ÓL 2006: silfur í 2x15 km eltigöngu

Tengill

breyta