Fritillaria atropurpurea

Fritillaria atropurpurea er jurt af liljuætt sem fyrst var lýst af Thomas Nuttall

purple fritillary
spotted missionbells

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. atropurpurea

Tvínefni
Fritillaria atropurpurea
Nutt.
Samheiti
  • Amblirion album (Nutt.) Sweet
  • Fritillaria adamantina M.Peck
  • Fritillaria alba Nutt.
  • Fritillaria atropurpurea var. gracillima (Smiley) D.W.Taylor
  • Fritillaria gracillima Smiley
  • Fritillaria linearis J.M.Coult. & Fisher

Myndir breyta

Útbreiðsla breyta

Fritillaria atropurpurea vex í vestari hluta Bandaríkjanna, þar sem hún finnst oft undir trjám í laufblönduðum moldarjarðvegi á milli 1000-3200 metrum yfir sjávarmáli. Þessi tegund hefur víðasta útbreiðslu vepjulila í Norður Ameríku, frá Kaliforníu, Arizona og Nýju Mexíkó norður til Oregon og Norður Dakota.[1]

Lýsing breyta

Fritillaria atropurpurea verður frá 10 til allt að 60 sm á hæð með mjó, ydd blöð. Lútandi blómin eru með gleiðum krónublöðum, hvert 1-2 sm langt, gulleit með dökk brúnfjólubláum flekkjum..[2][3]

Tegundin líkist Fritillaria pinetorum, en hefur lútandi blóm þar sem hin hefur upprétt.

Tilvísanir breyta

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.