Píanó
Píanó (einnig stundum nefnt slagharpa, fyrst nefnt fortepíanó og píanóforte) er stórt hljóðfæri sem flokkast getur sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Orðanefnd Verkfræðifélagsins mælti til þess árið 1926 að píanó yrði kallað yman á íslensku (af ymur). [1] Það orð náði takmarkaðri útbreiðslu, og er nú oftast kallað píanó, slagharpa eða flygill (þegar strengirnir liggja lárétt).
Gerð og saga
breytaPíanó hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Tvær helstu gerðir píanós eru upprétt píanó, þar sem strengirnir liggja lóðrétt, og flygill, þar sem strengirnir liggja lárétt. Nafnið píanó er stytting á ítalska orðinu pianoforte, sem er aftur stytting á gravicembalo col piano e forte en það þýðir semball sem hægt er að spila á bæði veikt og sterkt. Píanóið var fundið upp af harpsíkordasmiðnum Bartolomeo Cristofori, nákvæmt ártal er ekki vitað, en vitað er að píanó sem hann smíðaði var í eigu Mediciættarinnar árið 1700. Ein helsta nýjungin við píanóið var demparapedallinn en hann var þó ekki í upprunalegu píanóum Cristoforis heldur var það Gottfried Silberman, orgelsmiður. Píanóið var lítið þekkt til að byrja með, en á sígilda tímabilinu, og enn frekar því rómantíska, sló það í gegn, svo að segja, og varð fljótlega eitt vinsælasta hljóðfærið.
Tengt efni
breytaTilvísanir
breytaTenglar
breytaSaga
breyta- History of the Piano Forte Geymt 10 desember 2010 í Wayback Machine, Association of Blind Piano Tuners, UK
- The Frederick Historical Piano Collection
Bjargráð
breyta- Discover a Hobby: Online guide to learn the Piano Geymt 18 janúar 2008 í Wayback Machine
- Piano Chords and Scales made easy
- Piano Room chords and scales
- Martha Beth Lewis' Piano Page Geymt 24 janúar 2008 í Wayback Machine Really useful information about buying, learning, playing piano
Framleiðsla
breyta- Steinway Pianos
- Baldwin Pianos Geymt 12 október 2007 í Wayback Machine
Hönnun
breyta- The Architectural Piano Geymt 7 febrúar 2008 í Wayback Machine A grand piano designed by architect Daniel Libeskind
Upplýsingar
breyta- Grand Piano information and images Geymt 16 janúar 2008 í Wayback Machine
- The Piano Page Lots of information from the Piano Technicians Guild]