Flygill er sú gerð píanóa, sem oftast er notuð á tónleikum, og er hönnuð þannig að rammi og strengir séu láréttir, fremur en lóðréttir eins og í stofupíanóum. Strengir flygla eru lengri en í öðrum píanóum og veldur þetta meiri tónstyrk, sem hentar vel fyrir stóra sali.

Flygill

Vegna umfangs síns eru flyglar af fullri stærð ekki eins algengir í heimahúsum og hin uppréttu stofupíanó, en til eru styttri flyglar hannaðir með takmarkað pláss í huga.

Nokkrir af frægustu framleiðendum flygla eru Steinway & Sons, Bösendorfer, Yamaha og Kawaii.

Tengt efni breyta

External links breyta

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.