Forsætisráðherra Lúxemborgar
Forsætisráðherra Lúxemborgar er stjórnarleiðtogi ríkisstjórnar Lúxemborgar. Titillinn hefur verið formlegur frá 1989 en áður notuðust stjórnarleiðtogar við titla á borð við stjórnarforseti, forseti ríkisráðsins eða ríkisráðherra, þótt það hafi alltaf verið talið jafngilda forsætisráðherraembætti í reynd. Embættið var búið til með breytingum á fyrstu stjórnarskrá Lúxemborgar (frá 1841) árið 1848. Til 1918 voru forsætisráðherrar valdir og skipaðir beint af stórhertoganum. Þeir voru oftast óháðir tveimur helstu fylkingunum á þinginu, íhaldssömum kaþólikkum og frjálslyndum. Eftir Fyrri heimsstyrjöld voru gerðar breytingar á stjórnarskránni, almennur kosningaréttur innleiddur ásamt hlutfallskosningu og fjölflokkakerfi. Síðan þá hafa nær allar ríkisstjórnir Lúxemborgar verið samsteypustjórnir.
Núverandi forsætisráðherra er Luc Frieden.