Fjölnir (forritunarmál)

(Endurbeint frá Forritunarmálið Fjölnir)

Fjölnir er listavinnslu- og einingaforritunarmál þróað að mestu leyti af Snorra Agnarssyni prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands á níunda áratuginum. Málið er á íslensku í heild sinni og hægt er að nota alla stafi íslenska stafrófsins í breytunöfnum. Frumkóðaskrárnar hafa oftast nafnlenginguna fjo.

Halló heimur dæmi

breyta
;; Halló heimur í Fjölni

"halló" < aðal
{
   aðal ->
   stef(;)
   stofn
       skrifastreng(;"Halló, heimur!"),
   stofnlok
}
*
"GRUNNUR"
;

Tenglar

breyta
   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.