Fornpersneska

Við fyrstu sýn líkist Fornpersneska letrið, fleigrúnum Súmera og Akkadiana, það er að segja er samsett úr fleiglaga táknum, sem hafa verið pressuð í leir eða hoggin í stein. Lögun og gerð táknanna er þó ekki með beina samsvörun í eldri málin.

Fornpersar héldu í fleigrúnarformið einfaldlega vegna hefðarinnar og hugsanlega þar sem það var auðveld leið til að letra í leirplötur og á steinveggi.

Fræðimenn í dag eru flestir sammála að fornpersneska hafi verið fundið upp um 525 f.Kr. til að letra á minnsvarða um afrek kóngsins Dareiosar fyrsta, hins mikla, sem voru gerðir í Behistum. Hann lét gera sérstakt Persneskt stafróf af þessu tilefni.

Fundist hafa áletranir, töflur og innsigli með fornpersnesku letri í Íran, Tyrklandi og Egyptalandi. Það þróaðist yfir í miðpersnesku málið, sem líka er þekkt sem pahlavi, og svo að lokum yfir í nútíma persnesku.

Fornpersneskan flokkast sem hljóðletur, þar sem meirihluti táknanna eru hljóðtákn. En það inniheldur einnig myndletur. Það hefur einungis þrjá sérhljóða A, I og U. Stakir samhljóðar, sem eru hluti af samhljóðaröð eða eru endi á atkvæði eru ritaðir sem hljóðtákn eins og þeir stæðu með sérhljóðanum A. Þetta hefur verið gert til að auðvelda ritunina en þegar lesið er úr tákninu (sem hluta af orði) fellur A-hljóði burt.

Fornpersneskan er elsta þekkta persneska tungumálið, sem flokkast til Vestur-íranskra tungumála. miðperskneska (Pahlavi) og nýja perskneska (íranska) hafa þróast beint frá fornpersnesku. Í dag er persneska letrað með perso-arabísku letri.

Nöfn konunga höfðu mikla þýðingu þegar kom að því að ráða úr letrinu. Tilraunir til að ráða úr fornperskneskum fleigrúnum hófust um 1711 þegar áletranir Dareiosar voru birtar í Chardin. Árið 1802, áttaði Friedrich Münter sig á því að ákveðnar letursamsetningar hlutu að vera orðið „kóngur“.

Georg Fredrich Grotefend hélt svo áfram með verkið og áttaði svo á því að eftir konunganöfnum var oft þessi texti „mikli konungur“, „konungur konunguna“ og nafn föður konungsuns.

Áframhaldandi framfarir byggðu á vinnu Grotefends og um 1847 höfðu flest táknin verið ráðin.