Forhúð er sá hluti getnaðarlims sem þekur reðurhúfuna. Hún er einn tilfinninganæmasti hluti getnaðarlimsins. Forhúð gegnir mikilvægu hlutverki í að draga úr núningi við kynmök og sjálfsfróun. Einnig heldur hún reðurhúfunni rökum.

Forhúð fullorðins karlmanns. Hér glittir í reðurhúfuna.

Forhúð fullorðinna karlmanna er mislöng eftir einstaklingum, hún getur verið svo stutt að hún þekur ekki reðurhúfuna eða svö síð að hún nær umfram enda reðurhúfunnar. Í flestum tilfellum þar sem forhúðin er óskemmd sést aðeins í reðurhúfuna þegar getnaðaurlimurinn er linur. Þegar hann er stinnur dregur forhúðin sig alveg niður af reðurhúfunni.

Forhúðin getur orðið fyrir ýmsum sjúkdómum þó það sé sjaldgæft. Í alvarlegum tilvikum getur verið nauðsynlegt að fjarlægja forhúðina. Hún er stundum fjarlægð í trúarlegum tilgangi hjá ýmsum trúarhópum.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.