Forfaðirinn er persóna sem kemur fyrir í sjöttu bókinni um Múmínálfana eftir Tove Jansson, Vetrarundur í Múmíndal sem út kom 1957, en þar finnur Múmínsnáðinn hann inni í skáp í strandhúsi múmínfjölskildunnar.

Múmínsnáðinn stóðst ekki mátið að stelast til að opna skápinn í strandhúsinu sem Tikka-tú var þó búin að banna honum. Þá sá hann á gólfinu í skápnum eitthvað lítið og grátt, síðhærð og nefstórt sem mændi á hann. Svo tók veran rás og hvarf út um dyrnar. Snáðinn sá bara í rófuna á verunni þar sem hún hvarf. Tikka-tú skýrði svo út Múmínsnáðanum að þetta hefði verið álfur af því tagi sem Snáðinn hefði litið út áður en hann varð Múmínálfur. „Svona varst þú fyrir þúsund árum,“ sagði hún.

Forfaðirinn kemur síðan aftur við sögu í níundu og síðustu bók Tove Jansson um Múmínálfana Seint í nóvember (s. Sent i november) sem út kom 1970.

Heimildir

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.