Flugvélstjóri
Flugvélstjóri var meðlimur flugáhafnar sem hafði umsjón með vélbúnaði flugvélar. Þeir sáu um að fylgjast með ýmsum kerfum stórflugvéla, til dæmis olíunotkun og hitastigi vélarinnar. Með framförum í tölvubúnaði og hugbúnaðargerð var ekki lengur þörf á að hafa flugvélstjóra um borð.
Nú til dags eru flugvélar bara með einn til tvo flugmenn en áður þurfti allt að fimm sérhæfða flugliða til að fljúga stærri vélum. Þá þurfti tvo flugmenn, einn flugvélstjóra, einn flugleiðsögumann og einn loftskeytamann. Flugleiðsögumenn og loftskeytamenn voru fyrst leystir af hólmi af nýjum tækjum, en flugvélstjóri hélst inni fram yfir 1980. Eftir það fór þeim hratt fækkandi. Nú er þetta að mestu úrelt starfsgrein, en stundum eru flugvélstjórar um borð í herflugvélum, stærri þyrlum og geimförum.